Ég er ljósmyndari og starfa mikið út um allan bæ og inni í stúdíói og hef ekki mikinn tíma til að sinna öðru. Ég byrjaði að nota Payday þegar ég byrjaði að starfa sjálfstætt. Mig vantaði bara einfalt kerfi sem virkaði vel og þetta leysti bara öll vandamáli strax.
Þetta er mikill tímasparnaður fyrir fólk sem er alltaf úti að vinna eins og í mínu tilfelli. Ég hef verið að nota Payday út af því að mér finnst þetta sniðug lausn. Ég sá mikinn kost í því að geta bara sent reikninga beint úr símanum hjá mér. Það er svo mikil öryggistilfinning að hafa alla hlutina á einum stað — hvað þá í vasanum.