Fáðu borgað
Allt í skilum
Alltaf

Payday einfaldar reikningagerð, launagreiðslur, innheimtu og skil á opinberum gjöldum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga. Sjáðu hversu auðveldlega Payday getur sparað þér tíma og áhyggjur.

Hvers vegna Payday

Tímasparnaður, sjálfvirk skil og minni áhyggjur

Sjálfvirk skil á
launatengdum gjöldum

Payday skilar öllum opinberum gjöldum sjálfkrafa og tryggir að ekkert gleymist.

Tímasparnaður
= launahækkun

Hvort heldur sem þú sérð um bókhaldið eða hefur endurskoðanda á þínum snærum, mun Payday spara þér fúlgur fjár.

Einbeittu þér
að vinnunni

Eina sem þú þarft að gera er að muna að senda reikninginn. Payday sér um afganginn.

Grafískar skýrslur

Payday veitir þér þá yfirsýn sem þú þarft fyrir reksturinn. Á auðveldan hátt getur þú fengið yfirlit yfir útborganir, opinber gjöld og lífeyrisgreiðslur.

$$$

Einföld útborgun

Um leið þú hefur fengið reikning greiddan þá geturðu greitt þér út og Payday sér um að borga þér laun og ganga frá öllum launatengdum gjöldum. Einfaldara verður það ekki.

Payday nýtir sér rafræna þjónustu hjá eftirfarandi aðilum

Keyrir á Azure skýinu hjá Microsoft

Nordic Startup Awards

Beint í vasann

Payday vefurinn okkar er að sjálfsögðu snjallvefur
og getur þú því sent reikning eða fengið borgað

hvar sem er

Viltu dæmi?

Við höfum tekið saman nokkrar dæmisögur
um hvernig Payday gagnast fólki á vinnumarkaði.

Frelsi flugstjórans er að fljúga í háloftunum

Ég vil hafa hlutina einfalda og ekki eyða tímanum í pappírsvinnu. Payday sparar mér tíma og gerir mér kleift að einbeita mér að fluginu.

- Kári Kárason flugstjóri

Frelsi myndlistarkonu er að láta hugan reika

Ég vil geta einbeitt mér að því að skapa fallega list. Payday auðveldar mér lífið, sér um öll skil og að allt fari á réttan stað.

- Sigrún Guðmundsdóttir myndlistarkona

Frelsi rafvirkjans er að nostra við smáatriðin

Ég vil ekki hafa áhyggjur af reikningagerð, launaskilum og virðisaukaskýrslum. Payday hjálpar mér að halda áætlun og klára verkin í tíma.

- Bjarni Hjörleifsson rafvirki

Viðskiptavinir

Virðisaukaskattskil

Reikningar

Útborganir

Heildarupphæð reikninga

Samtals útborgað

Hversu mikið get ég sparað?

Reiknivélin okkar gefur þér yfirsýn yfir það hversumikið þú getur sparað með því að nota Payday.

Sláðu inn heildarupphæð reikninga á mánuði (án vsk):

Forsendur

Reikningaskil og pappírsvinna er oft tímafrekt og krefjandi ferli.
Ef við gefum okkur að það taki þig klukkustundir í mánuði að sjá um reikningana og miðum við krónur í tímakaup,
þá ertu að spara þér Y krónur mánaðarlega!

Þú sparar

0 kr.

Auðveldaðu þér lífið

Byrjaðu strax í dag!

Gjaldskrá

Fyrsti mánuðurinn er frír og því ekki eftir neinu að bíða.
Síðan tekur við gjaldskráin hér að neðan.

3%
pr. reikning
Þó aldrei hærra en 15 þús/mán + VSK
 • Ótakmarkaðir reikningar
 • Innheimta
 • Útborgun launa þegar þér hentar
 • Skráning útgjalda
 • Sjálfvirk skil á staðgreiðslu
 • Sjálfvirk skil á greiðslum til lífeyrissjóða
 • Sjálfvirk skil á greiðslum til stéttarfélaga
 • Sjálfvirk VSK skil
 • Sjálfvirkar greiðslur á reikningum
 • Hreyfingalisti
 • Ráðstöfunarlisti
 • Tenging við þjóðskrá
 • Áminningar í tölvupósti
Prófa frítt

Fólkið

Payday er í eigu og þróað af Divot ehf. Divot er hugbúnaðarfyrirtæki með snillinga
innanborðs sem hafa margra ára reynslu og þekkingu á þróun kerfa sem
þurfa að standast ströngustu kröfur um afköst og áreiðanleika.

Framkvæmdarstjóri

Björn Hr. Björnsson

Björn er stofnandi og framkvæmdarstjóri Payday ásamt því að reka hugbúnaðarfyrirtækið Divot ehf. Björn hefur margra ára reynslu í þróun og rekstri hugbúnaðar og var einn af stofnendum Miði.is. Hann hefur einnig stýrt þróun miðasöluhugbúnaðar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Tækniþróunarstjóri

Gunnar Gils Kristinsson

Gunnar útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskóla Reykjavíkur árið 2004 og starfar nú sem tækniþróunarstjóri hjá Divot. Hann hefur yfir 10 ára reynslu af þróun vefkerfa og þá sérstaklega á sviði greiðslulausna og miðasölu en hann hefur unnið hjá Valitor, Landsbankanum og Venuepoint AS.

Hugbúnaðarsérfræðingur

Jóhannes Freyr Þorleifsson

Jóhannes hefur unnið sem hugbúnaðarfræðingur frá því hann lauk B.S. námi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2012. Áherslusvið er framendaforritun og notendaviðmót en hann hefur einnig unnið sem grafískur hönnuður á auglýsingastofu og hefur menntun og reynslu á því sviði.

Sölustjóri

Kolbrún Þorkelsdóttir

Kolbrún er menntaður lögfræðingur og starfar sem slíkur í hlutastarfi hjá Reykjavíkurborg. Kolbrún hefur mikla reynslu af sölumennsku og markaðsmálum þá hefur hún einkar gaman af því að tjá sig í ræðu og riti.

Ráðgjafi

Stefán Ari Guðmundsson

Stefán útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri Heilsuborgar en starfaði áður sem framkvæmdarstjóri Practical og S.Helgason steinsmiðju. Stefán situr í stjórn Payday og veitir ráðgjöf varðandi fjármál og rekstur.